Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 05. desember 2012 17:30
Magnús Már Einarsson
100 kílóa framherji í ensku D-deildinni - Tekur 175 kíló í bekk
Adebayo Akinfenwa.
Adebayo Akinfenwa.
Mynd: Getty Images
Adebayo Akinfenwa er þyngsti leikmaðurinn í ensku atvinnumannadeildunum og líklega sá sterkasti einnig. Þessi nautsterki 100 kílóa leikmaður spilar með Northampton í ensku D-deildinni þar sem hann er duglegur að skora.

,,Í FIFA 13 tölvuleiknum er ég sagður vera sterkasti leikmaður í heimi og ég held að ég sé það líka," segir Akinfenwa í nýlegu viðtali við Zoo.

Akinfenwa er duglegur í lyftingarsalnum og hann getur til að mynda lyft talsvert meiru í bekkpressu en George Elokobi leikmaður Wolves. Elokobi er í miklu uppáhaldi hjá mörgum Íslendingum en hann getur lyft 130 kílóum í bekkpressu eins og kom fram nýlegu viðtali á Fótbolta.net.

,,Ég get tekið 175 kíló í bekkpressu. Þetta er samt brjálæði, sama hvert ég fer þá fæ ég að heyra það út af stærð minni en ég fæ líka ástúð frá áhorfendum og það er eitthvað sem ég kann að meta."

Akinfenwa hefur skorað tólf mörk í átján leikjum í D-deildinni í vetur en þessi þrítugi leikmaður segist geta spilað í ensku úrvalsdeildinni og staðið sig vel.

,,Klárlega. Ég tel mig vera svipaðan leikmann og Didier Drogba. Ég hef ekki farið í efri deildir því þar eru ákveðnar staðalímyndir um það hvernig leikmenn eiga að líta út og ég fell ekki þar inn í."

,,Ég er ekki að reyna að vera hrokafullur en ég hef skorað yfir 150 mörk í 300 leikjum. Spyrjið varnarmenn eða stjóra hjá andstæðingunum, þeir munu segja þér að ég er erfiður viðureignar."

Athugasemdir
banner
banner