Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. desember 2017 15:06
Elvar Geir Magnússon
Albert fer ekki í bann - Dómarinn gerði mistök
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hollenska knattspyrnusambandið hefur dregið rauða spjaldið sem Albert Guðmundsson fékk í gær til baka.

Eftir að hafa skoðað ákvörðun Ingmar Oostrom dómara kom í ljós að hún var röng.

Albert gekk af velli í rólegheitum og æsti sig ekki út í dómarann þrátt fyrir að ákvörðun hans hafi verið röng og hefur fengið hrós fyrir vikið.

Albert Guðmundsson var rekinn af velli er Jong PSV, varalið PSV Eindhoven, tapaði á heimavelli fyrir Sittard í hollensku B-deildinni en leikar enduðu 3-2.

Albert hefur skorað fimm mörk og gefið þrjár stoðsendingar í sjö leikjum með varaliði PSV.

Albert fer ekki í leikbann og verður löglegur þegar aðallið PSV mætir Ajax um næstu helgi. Albert hefur komið við sögu í þremur leikjum með aðalliðinu.

Embed from Getty Images
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner