Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. desember 2017 16:12
Elvar Geir Magnússon
Arnór Breki í Fjölni (Staðfest)
Arnór Breki með Fjölni á Bose mótinu.
Arnór Breki með Fjölni á Bose mótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir hefur staðfest að vinstri bakvörðurinn Arnór Breki Ásþórsson hafi skrifað undir samning við félagið.

Arnór hefur spilað með Fjölnismönnum á Bose mótinu og lék með liðinu gegn Stjörnunni í gær.

Hann er 19 ára gamall en var þrátt fyrir ungan aldur að ljúka sinni fjórðu leiktíð með meistaraflokki Aftureldingar. Hann hefur spilað 56 leiki með liðinu í 2. deildinni og bikarkeppni og skorað 5 mörk. Hann á að baki 5 leiki með U17 ára landsliði Íslands.

Arnór er þriðji leikmaðurinn sem Fjölnir fær í vetur áður hafði Sigurpáll Melberg Pálsson komið frá Fram og Almarr Ormarsson frá KA.

Fjölnir hafnaði í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar ár en Ólafur Páll Snorrason tók við þjálfun liðsins eftir tímabilið.



Athugasemdir
banner
banner