þri 05. desember 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arthur um Barcelona: Vildu fá að kynnast mér
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Arthur hefur vísað sögusögnum um að hann sé búinn að semja við Barcelona á bug.

Á dögunum birtust myndir af honum í Barcelona treyju, en hann viðurkennir að hafa fundað með Katalóníustórveldinu. Hann segist hins vegar ekki hafa samþykkt neitt.

„Varðandi Barcelona málið, þá töluðu þeir við mig. Við funduðum, en ég vil ítreka það að ég er ekki búinn að samþykkja eða skrifa undir neitt," sagði Arthur við Esporte Interativo.

„Þetta er félag sem ég virði mikið. Þeir vildu bara fá að kynnast mér og fjölskyldu minni. Það er ekkert klárt og klappað, við ræddum bara saman," sagði hann enn fremur.

„Ég er leikmaður Gremio. Ef samið verður, þá verður samningurinn að vera góður fyrir mig og félagið, sem er heimili mitt, þar sem allt byrjaði. Ég kom hingað 14 ára, ég er stuðningsmaður Gremio, blóð mitt er blátt."

Arthur er samningsbundinn Gremio til 2021.

Sjá einnig:
Arthur í Barcelona treyju - Engar viðræður í gangi
Athugasemdir
banner
banner
banner