Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 05. desember 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Barcelona dróst gegn Celta Vigo í Konungsbikarnum
Messi og Suarez eru ansi góðir vinir.
Messi og Suarez eru ansi góðir vinir.
Mynd: Getty Images
Barcelona fær snúið verkefni í 16-liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar, Konungsbikarsins.

Dregið var í dag og mun Barcelona leika gegn Celta Vigo en liðin gerðu 2-2 jafntefli í La Liga um liðna helgi þar sem Iago Aspas tryggði Celta stig.

Barca hefur unnið bikarkeppnina þrjú síðustu tímabil og komist í úrslit sex sinnum á síðustu sjö tímabilum.

Real Madrid dróst gegn B-deildarliðinu Numancia.

16-liða úrslit Konungsbikarsins:
Formentera - Alaves
Atletico Madrid - Lleida
Numancia - Real Madrid
Celta Vigo - Barcelona
Cadiz - Sevilla
Leganes - Villarreal
Las Palmas - Valencia
Espanyol - Levante

Á Spáni eru tveir leikir í einvígi. Fyrri leikirnir verða leiknir 2. - 4. janúar á komandi ári en þeir seinni 9. - 11. janúar.
Athugasemdir
banner
banner