Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 05. desember 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Conte segir að Luiz sé meiddur
David Luiz.
David Luiz.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að ástæðan fyrir fjarveru David Luiz í liðinu sé vegna hnémeiðsla.

Luiz hefur einungis spilað einn leik síðan hann gagnrýndi taktík Conte eftir tap gegn Roma í lok október.

Luiz var í stúkunni gegn Newcastle um helgina og hann verður ekki með gegn Atletico Madrid í kvöld.

Conte segir að ástæðan fyrir fjarveru Luiz séu meiðsli á hné en ekki rifrildi þeirra á milli.

„Fyrir tveimur vikum spilaði hann gegn Qarabag. Ef þið treystið ekki því sem ég segi ykkur þá er það ykkar vandamál en ekki mitt," sagði Conte við fjölmiðla.
Athugasemdir
banner