Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. desember 2017 22:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Conte: Þetta er stórkostleg keppni, sú besta
Mynd: Getty Images
„Þetta var góður leikur. Við áttum skilið að vinna," sagði Antonio Conte, stjóri Chelsea, eftir 1-1 jafntefli gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni í kvöld.

„Við lentum 1-0 undir en við reyndum að vinna. Við verðum að vera ánægðir þar sem þetta var mjög erfiður riðill."

Chelsea endaði í öðru sæti riðils síns og kemur til með að mæta liði sem endar í efsta sætinu í sínum riðli í 16-liða úrslitunum.

„Þegar þú spilar í þessari keppni og kemst áfram þá verðurðu að vera reiðbúinn að mæta bestu liðunum."

„Við getum mætt PSG, Barca eða Besiktas og verðum að vera tilbúnir. Þetta er stórkostleg keppni, sú besta."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner