Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. desember 2017 21:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd gæti mætt Bayern, Juventus eða Real Madrid
Chelsea - Barcelona?
United tryggði sér sigur í sínum riðli í kvöld.
United tryggði sér sigur í sínum riðli í kvöld.
Mynd: Getty Images
Manchester United tryggði sér efsta sætið í A-riðli Meistaradeildar Evrópu með sigri á CSKA Moskvu frá Rússlandi í kvöld.

Manchester United kláraði sitt verkefni þrátt fyrir vandræðagang. United lenti 1-0 undir gegn CSKA Moskvu og var undir í hálfleik, en í seinni hálfleiknum náði Man Utd að snúa stöðunni við með mörkum frá Romelu Lukaku og Marcus Rashford.

United hélt út og vann riðilinn sinn.

Efsta sætið þýðir vanalega að drátturinn í 16-liða úrslitum verði auðveldari, en í þessu tilfelli gæti það ekki það orðið þannig fyrir lærisveina Manchester United.

Bayern München, Juventus og Real Madrid eru meðal liða sem hafa og munu enda í öðru sæti í sínum riðlum og geta því dregist á móti Manchester United þegar dregið verður á mánudag.

Chelsea lenti í öðru sæti í sínum riðli. Ef Liverpool vinnur á morgun og tryggir sér sigur í sínum riðli er aðeins möguleiki fyrir Chelsea að mæta þremur liðum: PSG, Barcelona eða Besiktas.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner