þri 05. desember 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mata um mark CSKA: Þetta er ný regla
Í hrókasamræðum við dómarann.
Í hrókasamræðum við dómarann.
Mynd: Getty Images
„Við þurftum að vinna, við þurftum bara stig, en við viljum alltaf vinna. Við erum mjög ánægðir," sagði Juan Mata, leikmaður Manchester United, eftir 2-1 sigur á CSKA Moskvu í kvöld.

Sigurinn þýðir það að United vinnur A-riðilinn í Meistaradeildinni þetta tímabilið með 15 stig.

CSKA komst yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks. Vangaveltur voru hvort leikmaður CSKA hefði verið rangstæður þegar hann skoraði, en svo var ekki þar sem Daley Blind, bakvörður United, gerði hann réttstæðann. Blind var út af vellinum þegar markið kom.

„Þetta er ný regla, við spurðum dómarann. Við sáum að Daley (Blind) var ekki út af vellinum, við verðum að passa okkur."



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner