Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 05. desember 2017 14:17
Magnús Már Einarsson
Mikil eftirspurn eftir miðum á leik Íslands og Argentínu
Áfram Ísland.
Áfram Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mikil eftirspurn er eftir miðum á leik Íslands og Argentínu á HM næsta sumar. Leikurinn fer fram í Moskvu 16. júní.

FIFA opnaði í dag umsóknarferli fyrir miða á leiki hjá ákveðnum liðum en hægt er að sækja um til 31. janúar. Þá verður dregið út hvaða stuðningsmenn fá miða.

Samkvæmt lauslegum útreikningum fá íslenskir stuðningsmenn í kringum 3200 miða á hvern leik í riðlakeppninni. KSÍ er þó að reyna að fá fleiri miða fyrir stuðningsmenn.

Á vef FIFA sést að mikil eftirspurn er eftir miðum á leik Íslands og Argentínu og á það við alla verðflokka. Flokkunum er skipti í græna, gula og rauða eftir eftirspurn og allir verðflokkar á Argentínuleikinn eru rauðir sem þýðir mikil eftirspurn.

Ekki er jafn mikil eftirspurn eftir miða á leikina gegn Nígeríu og Króatíu eins og staðan er núna.

Smelltu hér til að sjá eftirspurnina á leikina



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner