Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 05. desember 2017 22:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho hrósar Shaw: Hann lagði mikið í leikinn
Mourinho var kampakátur með sigurinn.
Mourinho var kampakátur með sigurinn.
Mynd: Getty Images
„Við staðfestum okkur áfram, á þann hátt sem við vildum gera það. Við spiluðum vel og náðum í góð úrslit," sagði Jose Mourinho, stjóri Manchester United, eftir 2-1 sigur liðsins á CSKA Moskvu í Meistaradeildinni í kvöld.

Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir CSKA Moskvu.

„Við vorum að spila vel í fyrri hálfleik og ég var ekki óánægður. Við spiluðum þetta eins og atvinnumenn."

Romelu Lukaku og Marcus Rashford skoruðu mörk United og það fékk Mourinho til að brosa.

„Ef ég fengi að velja markaskorara, þá myndi ég alltaf velja sóknarmennina. Sjálfstraust þeirra veltur stundum á mörkum. Sú vinna sem Romelu Lukaku leggur í alla leiki, fyrir liðið, er klikkuð. Markið var líka mikilvægt fyrir Rashford."

Luke Shaw fékk tækifæri í kvöld sem hann nýtti vel.

„Luke Shaw var mjög góður sóknarlega og hann lagði mikið í leikinn fyrir liðið," sagði Mourinho um hans frammistöðu.

„Shaw hafði beðið í langan tíma, það er ekki auðvelt að gefa tækifæri í leikjum sem við þurfum úrslit úr. Ég vildi gera breytingar og Luke tókst að klára 90 mínútur."

CSKA komst yfir með marki undir lok fyrri hálfleiks. Vangaveltur voru hvort leikmaður CSKA hefði verið rangstæður þegar hann skoraði, en svo var ekki þar sem Daley Blind, bakvörður United, gerði hann réttstæðann. Blind var út af vellinum þegar markið kom.

„Ég hélt í fyrstu að þetta hefði verið rangstaða en svo sá ég að svo var ekki," sagði Mourinho að lokum.
Athugasemdir
banner
banner