Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 05. desember 2017 13:48
Elvar Geir Magnússon
Paragvæskur landsliðsmaður sakaður um nauðgun á ellefu ára stúlku
Jonathan Fabbro.
Jonathan Fabbro.
Mynd: Getty Images
Gefin hefur verið út handtökuskipun á Jonathan Fabbro, 35 ára landsliðsmanni Paragvæ, sem er sakaður um að hafa nauðgað ellefu ára stúlku og áreitt hana kynferðislega frá sex ára aldri.

Fabbro á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi ef hann verður dæmdur sekur.

Sagt er að móðir stúlkunnar hafi haft samband við lögreglu eftir að hún komst yfir skilaboð frá fótboltamanninum í síma dóttur sinnar.

Kærasta Fabbro, Larissa Riquelme, er fyrirsæta frá Paragvæ sem komst í heimsfréttirnar 2011 þegar hún sagðist ætla að afklæðast ef Paragvæ myndi vinna Suður-Ameríku bikarinn.

Larissa lýsti yfir stuðningi við kærasta sinn í útvarpsviðtali og sagði það algjörlega útilokað að hann gæti hafa nauðgað ungri stúlku.

Fabbro lék með BUAP í Mexíkó en félagið hefur rift samningi hans eftir ásakanirnar. Hann er fyrrum leikmaður River Plate og Boca Juniors í Argentínu og Mallorca á Spáni.

Árið 2010 lenti Fabbro í umferðarslysi þegar hann ók Audi TT bifreið sinni á mótorhjól. 23 ára móðir ók mótorhjólið en hún lést í árekstrinum. Fabbro greiddi hluta launa sinna í skaðabætur til fjölskyldu konunnar eftir slysið.
Athugasemdir
banner
banner
banner