Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 05. desember 2017 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sammy Lee: Sannur heiður að starfa fyrir Everton
Mynd: Getty Images
Sammy Lee er goðsögn hjá Liverpool þar sem hann vann ensku deildina þrisvar og tvær evrópukeppnir á tíu árum á Anfield.

Það kom því mörgum á óvart að Sam Allardyce hafi tekið Lee með sér til Everton sem aðstoðarknattspyrnustjóra þegar hann var ráðinn í lok nóvember.

Lee starfaði undir stjórn Rafael Benitez hjá Liverpool og segist vera heiðraður að fá að starfa fyrir hitt liðið í borginni.

„Þetta var auðveld ákvörðun fyrir mig. Everton er frábært knattspyrnufélag. Það vita allir að ég hef sterk tengsl við Liverpool en það þýðir ekki að ég þurfi að vera rauðklæddur. Ég elska þessa borg og er heiðraður og stoltur af því að fá tækifæri til að starfa hér.

„Allir knattspyrnuunnendur þekkja Everton, þetta er stórt félag með mikla sögu og framtíðin hér er björt."

Athugasemdir
banner
banner
banner