Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 05. desember 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanchez leit á treyju Herrera og spurði 'hver ert þú?'
Mynd: Getty Images
Manchester United lagði Arsenal að velli um síðustu helgi, 3-1. Það var hart barist í leiknum og fóru nokkur spjöld á loft, þar á meðal rautt spjald á miðjumanninn Paul Pogba.

Undir lok leiksins fengu Ander Herrera og Alexis Sanchez báðir að líta gult spjald eftir orðaskipti.

Sanchez var ósáttur með Herrera og lét hann heyra það.

Er Herrera gekk fram hjá Sílemanninum, tók Sanchez í hann og leit á treyju hans og muldraði eitthvað.

Víða á Twitter er nú sagt að Sanchez hafi einfaldlega spurt Herrera hver hann væri, 'hver ert þú?'.

Sanchez er samningslaus eftir tímablið og hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United. Það er spurning hvort Herrera myndi taka vel í það ef Sanchez kæmi til United.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner