Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 05. desember 2017 17:07
Elvar Geir Magnússon
Þorlákur færist til í starfi hjá KSÍ - Auglýst eftir þjálfara fyrir U17
Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, og Þorlákur Árnason.
Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, og Þorlákur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
KSÍ hefur ráðið Þorlák Árnason sem umsjónarmann með Hæfileikamótun KSÍ og N1 frá og með áramótum.

Þorlákur er núverandi þjálfari U17 landsliðs karla (leikmenn fæddir 2001 og síðar), sem tryggt hefur sér sæti í milliriðlum EM næsta vor. Þorlákur mun fylgja því liði út keppnina, samhliða störfum sínum í hæfileikamótuninni.

Þorlákur er einnig aðalþjálfari U16 karla og aðstoðarþjálfari U18 og U19 karla en mun láta af þeim störfum um áramótin.

„KSÍ er afar ánægt með að hafa fengið Þorlák, sem hefur mikla reynslu af þjálfun yngri leikmanna, til að sjá um það verðuga og mikilvæga verkefni sem Hæfileikamótun KSÍ er og væntir mikils af hans störfum," segir á heimasíðu KSÍ.

KSÍ auglýsir í kjölfarið eftir þjálfara í fullt starf við þjálfun U16-U19 landslið karla.

Helstu verkefni eru eftirfarandi:

-Aðstoðarþjálfari Þorvalds Örlygssonar í U18 og U19 ára landsliðum

-Aðstoðarþjálfari Þorláks Árnasonar með U17 ára landslið fram yfir milliriðil/úrslitakeppni og í kjölfarið aðalþjálfari liðsins

-Aðalþjálfari U16 ára landsliðs

Viðkomandi þjálfari verður að minnsta kosti að vera handhafi KSÍ A/UEFA A þjálfararéttinda.

Þjálfarinn þarf að geta hafið hlutastarf í landsliðsverkefnum milli jóla- og nýárs og samkomulagsatriði er hvenær viðkomandi getur hafið störf að fullu.

Umsóknarfrestur er til 11. desember 2017. Umsóknir með ferilskrá skulu berast í netfangið [email protected].
Athugasemdir
banner
banner
banner