þri 05. desember 2017 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tónlistina vantaði á Old Trafford í kvöld
Mynd: Getty Images
Það er hefð fyrir því fyrir alla Meistaradeildarleiki að þematónlist Meistaradeildarinnar sé spiluð.

Stefið, sem allir fótboltaunnendur elska, heyrðist ekki á Old Trafford í Manchester í kvöld af einhverri ástæðu.

Mínútum fyrir upphafsspark biðu ríflega 70 þúsund áhorfendur, 22 leikmenn og nokkrir dómarar eftir tónlistinni sem kom aldrei. Fólk lét vita af þessu á Twitter eins og sjá má hér að neðan.

Þegar þessi frétt er skrifuð er staðan 2-1 fyrir Manchester United gegn CSKA Moskvu, en Alan Dzagoev kom CSKA yfir undir lok fyrri hálfleiks. Romelu Lukaku og Marcus Rashford breyttu hins vegar stöðunni fyrir United um miðjan seinni hálfleikinn.









Athugasemdir
banner
banner
banner
banner