Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 05. desember 2017 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Veron: Ísland hefur enga reynslu af HM
Icelandair
Veron í landsleik með Argentínu.
Veron í landsleik með Argentínu.
Mynd: Getty Images
Juan Sebastian Veron, fyrrum landsliðsmaður Argentínu, býst við því að Argentínumenn komist í gegnum riðil sinn á HM í Rússlandi án mikilla vandræða. Argentína er í riðli í Rússlandi með Króatíu, Nígeríu og Íslandi.

„Argentína er ekki í auðveldum riðli, en það er gott að það er ekki annað stórt landslið í riðlinum," sagði Veron, sem lék á sínum tíma 73 landsleiki fyrir Argentínu, við Dnevno.

„Argentína ætti að fara auðveldlega upp úr riðlinum og við ættum að sleppa við stóra þjóð í 16-liða úrslitunum. Það þýðir að við fáum nokkra leiki til að vinna okkur saman og verða sterkari."

Um Ísland hafði Veron þetta að segja:

„Ísland hefur enga reynslu af HM, en það lék vel á EM og í gegnum undankeppni HM. Við getum ekki litið á það sem óvænt, lið þeirra er alltaf að verða sterkara og sterkara."
Athugasemdir
banner
banner
banner