banner
   þri 05. desember 2017 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Watmore fékk bréf frá Real Madrid
Duncan Watmore.
Duncan Watmore.
Mynd: Getty Images
Duncan Watmore, framherji Sunderland, verður frá keppni út tímabilið eftir að hafa slitið krossband í 2-2 jafntefli gegn Millwall í síðasta mánuði. Hinn 23 ára gamli Watmore sleit einnig krossband í desember í fyrra og var frá keppni út tímabilið.

Þetta er skiljanlega mjög erfiður tími fyrir Watmore, og tekur á bæði andlega og líkamlega.

Hann fær þó mikinn stuðning í baráttu sinni og þar á meðal úr óvæntri átt. Spánar- og Evrópumeistarar Real Madrid hafa sent skemmtilegt bréf, stílað á hann.

„Kæri Duncan, fyrir hönd forseta okkar, Florentino Perez, og þeirra sem starfa fyrir Real Madrid, viljum við óska þér skjóts og góðs bata á hnémeiðslum þínum," stóð í bréfinu.

Faðir Watmore birti mynd af bréfinu á Twitter. Hann vonast til þess að Real Madrid vinni Meistaradeildina aftur.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner