Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 05. desember 2017 18:00
Magnús Már Einarsson
West Ham og Sporting Lissabon slíðra sverðin
Rifrildi félaganna snerist um William Carvalho.
Rifrildi félaganna snerist um William Carvalho.
Mynd: Getty Images
Enska félagið West Ham hefur náð sáttum við portúgalska félagið Sporting Lisabon eftir rifrildi vegna félagaskipta William Carvalho í sumar.

West Ham reyndi að krækja í Carvalho í sumar en án árangurs. Eftir að félagaskiptaglugginn lokaði fóru ásakanir að ganga á milli félaganna.

West Ham hótaði lögsókn gegn starfsmanni Sporting Lisabon sem lét vafasöm ummæli falla um David Sullivan, annan af eigendum Hamranna.

Í dag sendi West Ham yfirlýsingu þar sem kemur fram að rifrildi félaganna hafi verið byggt á misskilningi og að þau hafi nú náð sáttum.

„Vinalegt samband félaganna heldur áfram núna og það verða engin vandamál ef það kemur að því að fara í samningaviðræður eða vinna saman í framtíðinni," sagði í yfirlýsingu West Ham.
Athugasemdir
banner
banner
banner