lau 06. febrúar 2016 14:38
Ívan Guðjón Baldursson
England: Leicester kom, sá og sigraði á Etihad
Mynd: Getty Images
Manchester City 1 - 3 Leicester City
0-1 Robert Huth ('3)
0-2 Riyad Mahrez ('48)
0-3 Robert Huth ('60)
1-3 Sergio Aguero ('87)

Leicester City er með sex stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar eftir ótrúlegan sigur gegn Manchester City í dag.

Liðin mættust á Etihad leikvanginum og voru gestirnir frá Leicester komnir yfir snemma leiks, þegar Robert Huth skallaði aukaspyrnu frá Riyad Mahrez í netið.

Man City hélt boltanum vel en gestirnir sýndu glæsilegan varnarleik, voru stórhættulegir í öllum sínum skyndisóknum og komust nálægt því að tvöfalda forystuna fyrir leikhlé.

Mahrez tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik með glæsilegu marki og innsiglaði Huth sigurinn með sínu öðru marki á 60. mínútu, eftir hornspyrnu frá Christian Fuhcs.

Sergio Aguero klóraði í bakkann á 87. mínútu en gat ekki komið í veg fyrir stórkostlegan sigur Leicester.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner