lau 06. febrúar 2016 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool glutraði niður tveggja marka forystu - Gylfi skoraði
Adam Johnson fagnar hér marki sínu í dag
Adam Johnson fagnar hér marki sínu í dag
Mynd: Getty Images
Gylfi skoraði beint úr aukaspyrnu gegn Crystal Palace
Gylfi skoraði beint úr aukaspyrnu gegn Crystal Palace
Mynd: Getty Images
Sex leikjum var að ljúka nú rétt í þessu í ensku úrvalsdeildinni.

Á Anfield tók Liverpool á móti Sunderland, en þegar 20 mínútur voru til leiksloka var staðan 2-0 fyrir Liverpool.

Sunderland gerði sér lítið fyrir og kom til baka og náði í mikilvægt stig á útivelli gegn Liverpool, en Adam Johnson og Jermain Defoe skoruðu mörk Sunderland.

Gott gengi Tottenham heldur áfram, en liðið fór upp fyrir Man City í annað sæti deildarinnar með 1-0 sigri á Watford í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði flott mark úr aukaspyrnu í 1-1 jafntefli gegn Crystal Palace og Everton gerði sér lítið fyrir og unnu 3-0 sigur á Stoke á útivelli.

Þá unnu Aston Villa og Newcastle mikilvæga sigra í botnbaráttunni, en Aston Villa vann Norwich og Aleksandar Mitrovic tryggði Newcastle sigur á West Brom.

Liverpool 2 - 2 Sunderland
1-0 Roberto Firmino ('59 )
2-0 Adam Lallana ('70 )
2-1 Adam Johnson ('82 )
2-2 Jermain Defoe ('89 )


Tottenham 1 - 0 Watford
1-0 Kieran Trippier ('64 )


Swansea 1 - 1 Crystal Palace
1-0 Gylfi Sigurdsson ('13 )
1-1 Scott Dann ('47 )


Stoke City 0 - 3 Everton
0-1 Romelu Lukaku ('11 , víti)
0-2 Seamus Coleman ('28 )
0-3 Aaron Lennon ('42 )


Aston Villa 2 - 0 Norwich
1-0 Joleon Lescott ('45 )
2-0 Gabriel Agbonlahor ('51 )


Newcastle 1 - 0 West Brom
1-0 Aleksandar Mitrovic ('32 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner