Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. febrúar 2016 06:00
Magnús Már Einarsson
Freyjumótið í Hamarshöll
Úr Hamarshöllinni.
Úr Hamarshöllinni.
Mynd: Hamar
Freyjumótið verður haldið helgina 12. - 13. Mars. Mótið er haldið í Hamarshöllinni í Hveragerði. Keppt er í 7. og 6. flokki kvenna og karla.

Mótin hafa verið mjög vinsæl í hlýjunni í Hamarshöll og er mikið lagt uppúr því að allir keppendur keppi á jöfnum grundvelli og að allar tímasetningar standist á mótinu. Spilað er í 5 manna liðum og eru keppendur í 2 - 3 tíma á svæðinu.

Nokkur félög hafa þegar staðfest sína þáttöku á mótin og gildir sú regla að fyrstu lið til að skrá sig fá pláss í mótinu.

Mótsgjald er 2.500kr á keppanda og fá allir veglegt páskaegg frá Freyju að móti loknu.

Skráning er á [email protected]

Hér að neðan er smá myndbrot af Jólamóti Kjörís sem var haldið fyrir jól.


Athugasemdir
banner
banner
banner