Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 06. febrúar 2016 13:21
Hafliði Breiðfjörð
Hagsmunasamtök félaga í efstu deild kvenna stofnuð
Ragna Lóa er formaður samtakanna.
Ragna Lóa er formaður samtakanna.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Forsvarsmenn kvennaráða þeirra félaga, sem munu leika í efstu deild næsta sumar, hittust á fundi í fyrrakvöld til þess að ræða málefni kvennaknattspyrnunnar á Íslandi. Niðurstaða fundarins var sú að stofna hagsmunasamtök félaga í úrvalsdeild kvenna.

Helstu verkefni samtakanna verða að gæta hagsmuna félaganna gagnvart KSÍ og öðrum aðilum sem og að vera vettvangur samstarfs um sameiginleg málefni félaganna. Sambærilegur vettvangur var stofnaður fyrir liðin í úrvaldsdeild karla fyrir nokkrum árum og heitir í dag Íslenskur toppfótbolti.

Ragna Lóa kjörin formaður
Á fundinum var Ragna Lóa Stefánsdóttir kjörin fyrsti formaður samtakanna. Hún er formaður kvennaráðs Fylkis og margreynd landsliðskona í knattspyrnu. Ragna Lóa var ánægð með þetta skref sem stigið var á fundinum í gær og telur að það muni verða til góðs fyrir kvennaboltann þegar fram í sækir.

„Ég er mjög ánægð að við séum búin að stíga þetta skref og er þess fullviss að þetta mun styrkja íslenskar knattspyrnukonur og mun bæta umgjörðina um kvennaboltann í landinu. Við, sem eru í þessum stjórnarstörfum í tengslum við kvennaknattspyrnuna, höfum í nokkurn tíma velt fyrir okkur hvort ekki væri skynsamlegt fyrir okkur stofna svona vettvang þar sem við gætum rætt sameiginleg hagsmunamál og gætt hagsmuna liðanna sem ein heild. Ég held að það virki betur þegar við gerum þetta saman en ekki hvert í sínu horni," sagð Ragna Lóa.

Aukin umfjöllun – eitt af markmiðunum
Eitt af stærstu verkefnum samtakanna verður að leita leiða til þess að auka umfjöllun um kvennaknattspurnuna á Íslandi. Ragna Lóa telur að aukin umfjöllun í fjölmiðlum muni skila sér í aukinni aðsókn á leiki hjá stelpunum og betri knattspyrnu.

„Því er ekki að leyna að við sem störfum í kringum kvennaboltann höfum velt því fyrir okkur hvernig sé hægt að auka og efla umfjöllunina um kvennaboltann. Það er enginn vafi á því að takist okkur það þá verður það svo sannarlega til þess að efla kvennaboltann. En við gerum þetta ekki ein og fyrsta verk samtakanna verður að óska eftir fundi með forystu KSÍ um það hvernig við getum eflt umfjöllun um kvennaboltann í fjölmiðlum og hvernig við getum haldið áfram að bæta umgjörðina í kringum hann,“ sagði Ragna Lóa.
Athugasemdir
banner
banner
banner