Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. febrúar 2016 20:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hjörtur Hermannsson á reynslu til IFK Gautaborg
Hjörtur Hermannsson
Hjörtur Hermannsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörtur Hermannsson, leikmaður PSV Eindhoven, er farinn til sænska úrvalsdeildarliðsins, IFK Gautaborg á reynslu.

Hann mun taka fjórar æfingar með liðinu og mun líklega spila æfingaleik með liðinu á móti Molde á þriðjudaginn.

"Hann mun koma hingað og æfa með liðinu og síðan munum við sjá til. Hvort það verður lánssamningur fram á sumar eða kaup, við vitum það ekki," sagði Mats Gren, íþróttastjóri Gautaborgar.

Hjörtur, sem er lykilmaður U21 árs landsliðsins, lék sinn fyrsta A-landsleik á dögunum gegn Bandaríkjunum og þótti standa sig vel.

Hann mun nú halda til Gautaborgar, en fyrir hjá félaginu er Hjálmar Jónsson, sem er að fara inn í sitt 15. tímabil með félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner