lau 06. febrúar 2016 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jamie Vardy búinn að skrifa undir hjá Leicester (Staðfest)
Vardy verður áfram hjá Leicester
Vardy verður áfram hjá Leicester
Mynd: Getty Images
Jamie Vardy, sóknarmaður Leicester, er búinn að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við félagið.

Hinn 29 ára gamli Vardy gekk til liðs við Leicester frá Fleetwood árið 2012 og hefur hann svo sannarlega slegið í gegn á þessu tímabili og hjálpað Leicester að komast á topp ensku úrvalsdeildarinnar.

"Ég er gríðarlega ánægður með að vera berjast að ná einhverju sérstöku með þessu félagi. Ég hef aldrei þekkt annan eins anda og þennan," sagði Vardy, sem hefur skorað 18 mörk í 25 deildarleikjum á þessu tímabili.

"Ég vil vera hluti af þessu í langan tíma, en Leicester hefur ekkert sýnt mér nema traust síðan á fyrsta degi og það hefur hjálpað mér að bæta mig."

"Ég verð ævinlega þakklátur Leicester og mun eyða hverjum degi í það að reyna að borga félaginu til baka."


Eins og áður segir hefur Vardy slegið í gegn á þessu tímabili, en hann bætti meðal annars met Ruud van Nistelrooy þegar hann skoraði í ellefu deildarleikjum í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner