Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 06. febrúar 2016 12:13
Ívan Guðjón Baldursson
Man City ætlar að kaupa Neymar
Powerade
Neymar gæti spilað undir stjórn Pep Guardiola í ensku úrvalsdeildinni.
Neymar gæti spilað undir stjórn Pep Guardiola í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Svissneski landsliðsmaðurinn Granit Xhaka gæti gengið í raðir Liverpool.
Svissneski landsliðsmaðurinn Granit Xhaka gæti gengið í raðir Liverpool.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakki dagsins í boði BBC er mættur og þar er helst að frétta að Manchester City stefnir á að kaupa Neymar.

Manchester City stefnir á að kaupa Neymar í sumar en þarf að greiða 145 milljónir punda til að virkja kaupákvæði í samningnum hans. (Daily Mirror)

Chelsea er í viðræðum við Antonio Conte, landsliðsþjálfara Ítalíu, um að taka við félaginu eftir HM í Frakklandi. (Daily Express)

Hiddink segir ekkert til í því að Jiangsu Suning hafi boðið 75 milljónir punda í Oscar. (GetWestLondon)

Eden Hazard sendi Jose Mourinho smáskilaboð daginn sem hann var rekinn frá Chelsea og baðst afsökunar fyrir að hafa ekki staðið sig á tímabilinu. (Guardian)

Kínverska deildin íhugar að bjóða Mourinho risasamning til að taka við félagi í deildinni. (London Evening Standard)

Stoke er að undirbúa nýtt tilboð í Saido Berahino, sóknarmann West Brom. (The Sun)

Granit Xhaka, 23 ára miðjumaður Borussia Mönchengladbach, segist dreyma um að spila í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur mikinn áhuga á honum. (Daily Star)

Peter Coates, forseti Stoke, segir að félagið styðji stjóra sinn Mark Hughes heilshugar og sé búið að gefa honum grænt ljós á að nota meiri pening eftir að hafa keypt Giannelli Imbula á 18.3 milljónir punda. (Stoke Sentinel)

Umboðsmaður Simone Zaza, sem er 24 ára gamall sóknarmaður Juventus, neitar því alfarið að skjólstæðingur sinn hafi verið nálægt því að ganga til liðs við Crystal Palace í janúar. (Tuttomercato)

Troy Deeney, fyrirliði Watford, segir að það besta sem hafi komið fyrir hann hafi verið að sitja í fangelsi í þrjá mánuði árið 2012. (Daily Telegraph)

Ross Barkley segist hafa sjálfstraustið til að skora gegn hvaða liði sem er og býst við að hefja samningsviðræður við Everton í sumar. (Daily Telegraph)

Boleyn Ground, heimavöllur West Ham United út tímabilið, verður notaður undir stóra Hollywood hasarmynd áður en hann verður endurnýttur í framtíðinni. (London Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner