Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. febrúar 2016 15:14
Ívan Guðjón Baldursson
Manuel Pellegrini: Leicester voru betri
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini viðurkenndi eftir tap Manchester City gegn Leicester City að gestirnir frá Leicester hafi verið betri aðilinn í leiknum.

Man City er nú sex stigum frá toppliði Leicester og geta bæði Arsenal og Tottenham komist uppfyrir þá ljósbláu um helgina.

„Ég get ekki kvartað, Leicester var betra liðið í dag," sagði Pellegrini við BBC Sport að leikslokum.

„Það var slæmt að fá mark á sig úr föstu leikatriði eftir tvær mínútur af leiktímanum.

„Við fengum nokkur færi en þetta var erfiður leikur, ég bjóst samt við meiru því við erum í toppbaráttu og á heimavelli.

„Það er mikið af leikjum framundan og við verðum að læra af þessu tapi. Það eru enn 36 stig í pottinum og er titilbaráttunni alls ekki lokið. Það er mikilvægt að gefast ekki upp."

Athugasemdir
banner
banner