lau 06. febrúar 2016 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Moyes búinn að fá tilboð frá Kína
David Moyes
David Moyes
Mynd: Getty Images
David Moyes, fyrrverandi stjóri Everton og Manchester United, segist hafa fengið nokkur tilboð og þar á meðal frá Kína.

Peningarnir flæða í Kína, en félagsskiptametið þar í landi var bætt í þriðja skiptið á tíu dögum í gær þegar Jiangsu Suning keypti Alex Teixeira frá Shakhtar á 38,4 milljónir punda.

Nú virðast þjálfararnir líka fá tilboð frá Kína, en fyrr í dag greindum við frá því að Guus Hiddink, þjálfara Chelsea, hefði verið boðið að fara til Kína.

Núna hefur Moyes einnig greint frá því að honum hafi boðist að fara til Kína, en hann vill þó frekar taka við liði í ensku úrvalsdeildinni.

"Hjarta mitt hefur alltaf verið í ensku úrvalsdeildinni. Ég hef líka fengið tilboð um að fara til Kína, en ég býst við að næsta starf mitt verði á Englandi," sagði Moyes, sem stýrði síðast Real Sociedad á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner
banner