Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 06. febrúar 2016 15:09
Ívan Guðjón Baldursson
Ranieri: Getum unnið deildina
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Leicester City, er í sjöunda himni með sigur sinna manna í toppslagnum gegn Manchester City.

Leicester er með sex stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar og sér Ranieri enga ástæðu fyrir því hvers vegna hans menn ættu ekki að geta farið alla leið og unnið deildina.

„Þetta er snarklikkað tímabil í úrvalsdeildinni," var það fyrsta sem Ranieri sagði við BT Sport eftir leik.

„Þetta eru frábær úrslit, leikmennirnir stóðu sig mjög vel og það sást langar leiðir að við vorum hvergi smeykir og komum hingað til að vinna.

„Við skoruðum snemma og þá getur verið erfitt að halda einbeitingu, en við gerðum það því við virðum andstæðingana okkar mjög mikið.

„Núna er mikilvægt að leikmenn hvílist vel því það fóru allir tiltækir kraftar í þessa frammistöðu.

„Það verður erfitt að vinna deildina því það er mikið af ofurliðum, en ég sé ekki hvers vegna við ættum ekki að geta unnið deildina miðað við hvernig staðan er í dag."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner