lau 06. febrúar 2016 20:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Diego spilaði allan leikinn í fjórða jafntefli Oviedo í röð
Diego Jóhannesson
Diego Jóhannesson
Mynd: KSÍ
Albacete 2-2 Real Oviedo
1-0 Adria Carmona ('11 )
2-0 Antonito ('14 )
2-1 Toche ('72 )
2-2 Toche ('90 )

Landsliðsmaðurinn, Diego Jóhannesson, var í byrjunarliði Real Oviedo þegar liðið sótti Albacete heim í næst efstu deild Spánar í kvöld.

Diego lék sinn fyrsta landsleik í 3-2 tapi gegn Bandaríkjunum um síðustu helgi, en Diego á íslenskan föður og spænska móður og því er hann gjaldgengur í íslenska landsliðið.

Diego lék allan leikinn í kvöld, en Oviedo lenti 2-0 undir og kom til baka með tveimur mörkum frá Toche.

Þetta var fjórða jafntefli Oviedo í röð, en liðið er nú í þriðja sæti deildarinar með 39 stig og í harðri baráttu um að komast upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner