Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 06. mars 2015 13:29
Magnús Már Einarsson
Atli Jens í Magna (Staðfest)
Guðmundur Þór Sæmundsson, stjórnarmaður Magna og Atli Jens Albertsson
Guðmundur Þór Sæmundsson, stjórnarmaður Magna og Atli Jens Albertsson
Mynd: Magni
Magni Grenivík hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átök sumarsins í 3. deild karla.en varnarmaðurinn Atli Jens Albertsson er kominn til liðsins frá Þór.

Atli Jens hefur leikið með Þórsurum undanfarin ár en hann spilaði 19 leiki í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar. Samtals á hinn 28 ára gamli Atli 134 deildar og bikarleiki að baki með Þórsurum.

Magnamenn hafa verið að styrkja sig fyrir átök sumarsins undanfarnar vikur en Árni Gunnar Ellertsson, Baldvin Rúnarsson og Hjörtur Geir Heimisson hafa allir fengið félagaskipti frá Þór.

Hreggviður Heiðberg Guðmundsson og Sigurjón Guðmundsson eru komnir frá KF, Eiríkur Páll Aðalsteinsson frá Einherja, Jón Heiðar Magnússon frá KA og varnarmennirnir Kristján Sigurólason og Sveinn Óli Birgisson eru komnir til Magna frá Dalvík/Reyni.
Athugasemdir
banner
banner