Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 06. mars 2015 15:31
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Íslands gegn Noregi - Átta breytingar
Frá æfingu á Algarve.
Frá æfingu á Algarve.
Mynd: KSÍ - Þorvaldur Ingimundarson
Margrét Lára byrjar.
Margrét Lára byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Noregi á Algarve mótinu klukkan 18:00.

Átta breytingar eru á byrjunarliðinu síðan í tapinu gegn Sviss í fyrradag. Glódís Perla Viggósdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir eru þær einu sem eru áfram í byrjunarliðinu.

Margrét Lára Viðarsdóttir spilar sinn fyrsta leik í byrjunarliði síðan árið 2013 en hún mun spila á miðjunni í dag.

Ísland vann Noreg á Algarve mótinu í fyrra en búast má við hörkuleik í dag.

,,Það er ákveðinn barátta um hótelvirðinguna. Við erum á sama hóteli og Noregur og hvorugt liðið vill ganga á hótelgöngunum með tap á bakinu," sagði Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari Íslands.

Byrjunarlið Íslands:
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Elísa Víðarsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Margrét Lára Viðarsdóttir
Rakel Hönnudóttir
Fanndís Friðriksdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner