fös 06. mars 2015 22:44
Brynjar Ingi Erluson
Evans hafnaði ákæru enska knattspyrnusambandsins
Mynd: Getty Images
Jonny Evans, varnarmaður Manchester United á Englandi, hefur hafnað ákæru enska knattspyrnusambandsins en hann er þar sakaður um að hafa hrækt á Papiss Cisse, framherja Newcastle United.

Manchester United og Newcastle United mættust á miðvikudag en á 38. mínútu leiksins þá lenti þeim Evans og Cisse saman með þeim afleiðingum að þeir hræktu á hvorn annan en Cisse hefur játað brot sitt.

Cisse fékk sjö leikja bann en hann fær einn leik aukalega fyrir að hafa fengið rautt spjald fyrr á leiktíðinni.

Evans hefur hafnað ákæru knattspyrnusambandsins en nefndin kom saman í kvöld og verður greint frá niðurstöðu þeirra á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner