Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 06. mars 2015 10:33
Magnús Már Einarsson
LuaLua hættir ekki heljarstökkum þrátt fyrir meiðsli
Æfingar upp á 9,5.
Æfingar upp á 9,5.
Mynd: Getty Images
Kazenga LuaLua, kantmaður Brighton & Hove Albion ætlar ekki að hætta að fagna mörkum sínum með því að fara í heljarstökk.

Þessi 24 ára gamli leikmaður er kominn til baka eftir tíu vikna fjarveru vegna meiðsla á hné en hann er óhræddur við að halda áfram með heljarstökkin.

,,Ég veit að starfsfólkið hjá félaginu er ekki hrifið af þessu en ég held að enginn geti stöðvað mig. Svona fagna ég," sagði LuaLua.

Lomana LuaLua, eldri bróðir Kazenga, vakti mikla athygli í enska boltanum á sínum tíma fyrir heljarstökk sín.

Hinn 34 ára gamli Lomana LuaLua spilar í dag með Akhisar Belediyespor í Tyrklandi en hann var áður á mála hjá Newcastle og Portsmouth.
Athugasemdir
banner
banner
banner