Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 06. mars 2015 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Mino Raiola: PSG ekki síðasta félagið á ferilskrá Zlatans
Zlatan Ibrahimovic
Zlatan Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
Hinn víðfrægi, Mino Raiola, sem sér um mál Zlatan Ibrahimovic, framherja Paris Saint-Germain í Frakklandi, segir að Zlatan eigi ekki eftir að leggja skóna á hilluna í Frakklandi.

Sænska ofurstjarnan samdi við PSG árið 2012 eftir að hafa spilað með AC Milan en hann hefur hjálpað liðinu að vinna frönsku deildina tvö ár í röð og virðist allt stefna í að liðið taki hana þriðja árið í röð.

Zlatan á eitt og hálft ár eftir af samning sínum við franska liðið og segir Raiola að PSG verði ekki síðasta félagið á ferilskránni.

,,Zlatan á eitt og hálft ár eftir af samning sínum við PSG. Hann er ánægður í París og hann reynir að gera sitt besta og halda sér í góðu formi en hann hefur þó átt við meiðsli að stríða á þessu tímabili," sagði Raiola.

,,Fyrir mann eins og Zlatan þá er framtíðin stutt. Ég veit ekki hvort það sé möguleiki fyrir hann að klára ferilinn hjá PSG. Hann vann fyrir sjálfan sig í 15 ár en núna mun hann vinna fyrir mig næstu átta árin. Ég tel hann geta spilað til 42-43 ára aldurs en ég er ekki viss um að það gerist hjá PSG," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner