fös 06. mars 2015 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Van der Vaart á leið í MLS-deildina?
Rafael van der Vaart er líklega á leið frá Hamburger SV í sumar
Rafael van der Vaart er líklega á leið frá Hamburger SV í sumar
Mynd: Getty Images
Sporting Kansas City, sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, hefur mikinn áhuga á að fá hollenska miðjumanninn Rafael van der Vaart til félagsins.

Van der Vaart, sem er 32 ára gamall, hefur verið á mála hjá Hamburger SV frá 2012 eða síðan hann kom frá Tottenham Hotspur.

Samningur hans við þýska liðið rennur út í sumar en Sporting Kansas vill fá hollenska leikmanninn í raðir félagsins.

,,Ef það er möguleiki á að þetta gerist þá viljum við helsta gera það sem fyrst," sagði Robb Heineman, framkvæmdastjóri Sporting.

,,Hann myndi þá koma í júlí, mögulega fyrr. Ég veit ekki ef Hamburger SV myndi hleypa honum fyrr en svo á eftir að ræða ítarlega við hann líka," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner