Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 06. mars 2015 12:20
Magnús Már Einarsson
Walters: Sá sem hrækir á mig þarf að borða í gegnum rör
Walters talar hreint út.
Walters talar hreint út.
Mynd: Getty Images
Jonathan Walters, framherji Stoke, segir að leikmenn geti ekki átt von á góðu ef þeir hrækja á hann.

Hrákur hafa verið umræðu á Englandi eftir að Papiss Cisse og Jonny Evans voru ákærðir fyrir að hrækja á hvorn annan í leik Manchester United og Newcastle í vikunni.

,,Sem leikmaður þá lendir þú í ýmsu þegar boltinn er ekki nálægt. Það er sparkað í þig og menn klípa þig. Svona litlir hlutir eiga sér stað í hverjum leik," sagði Walters.

,,Menn leggjast mjög lágt með því að hrækja. Ef einhver myndi hrækja í andlitið á mér þá held ég að sá hinn sami myndi þurfa að nota rör til að borða kvöldmatinn sinn."

,,Ég yrði alls ekki ánægður. Þú getur ekki farið lægra en þetta."

Athugasemdir
banner
banner