Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 06. mars 2018 22:46
Magnús Már Einarsson
Deepdale leikvanginum í Preston
Hörður Björgvin: Markvörðurinn kom hljóðlátur til mín
Icelandair
Hörður Björgvin Magnússon í leik með Bristol.
Hörður Björgvin Magnússon í leik með Bristol.
Mynd: Getty Images
„Þetta var mjög skrýtinn leikur. Þetta voru ódýr mörk sem við gáfum þeim og þeir náðu að refsa okkur," sagði Hörður Björgvin Magnússon við Fótbolta.net eftir að lið hans Bristol City tapaði 2-1 gegn Preston í Championship deildinni í kvöld.

Fyrra mark Preston kom eftir misheppnaða hreinsun hjá Herði en Alan Browne skoraði þá af 25 metra færi yfir Frank Fielding sem hafði farið í skógarferð úr marki sínu. Markið má sjá hér.

„Ég fékk ekkert að heyra frá markverðinum. Hann kom hljóðlátur til mín. Hreinsunin átti að vera betri. Það er líka auðvitað hægt að setja spurningamerki við hvar markmaðurinn var en ég ætla ekki að kenna neinum um. Talandinn var bara ekki til staðar," sagði Hörður um markið.

Hörður spilaði í hjarta varnarinnar hjá Bristol í dag en hann gerði sig tvívegis líklegan til að skora á hinum enda vallarins. Hann átti langskot í fyrri hálfleik og skalla í síðari hálfleik en í bæði skiptin varði Declan Rudd í marki Preston.

„Ég var graður í að skora í dag. Ég fékk dauðafæri í seinni hálfleik og hefði getað skallað hann betur en ég náði því ekki," sagði Hörður.

Bristol datt úr umspilssæti niður í 7. sætið eftir úrslit kvöldsins í Championship deildinni. Sæti 3-6 gefa sæti í umspili og þangað stefnir Bristol.

„Það eru bjartir tímar. Okkur gengur vel og þetta er ungur hópur sem við erum með. Við viljum gera ennþá betur en í fyrra og stefnan er á 4-6. sæti. Það er okkar markmið og það er nóg af leikjum eftir," sagði Hörður.

Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Ipswich Town 43 26 11 6 85 53 +32 89
2 Leicester 42 28 4 10 79 38 +41 88
3 Leeds 43 26 9 8 76 34 +42 87
4 Southampton 42 25 9 8 84 54 +30 84
5 West Brom 43 20 12 11 66 42 +24 72
6 Norwich 43 21 8 14 76 60 +16 71
7 Hull City 42 18 11 13 62 54 +8 65
8 Coventry 42 17 12 13 66 52 +14 63
9 Middlesbrough 43 18 9 16 61 56 +5 63
10 Preston NE 43 18 9 16 56 60 -4 63
11 Cardiff City 43 18 5 20 48 60 -12 59
12 Bristol City 43 16 10 17 50 46 +4 58
13 Sunderland 43 16 8 19 52 50 +2 56
14 Swansea 43 14 11 18 53 62 -9 53
15 Watford 43 12 16 15 59 58 +1 52
16 Millwall 43 13 11 19 42 55 -13 50
17 Blackburn 43 13 10 20 57 71 -14 49
18 Plymouth 43 12 12 19 58 66 -8 48
19 QPR 43 12 11 20 40 57 -17 47
20 Stoke City 43 12 11 20 41 60 -19 47
21 Birmingham 43 12 9 22 48 64 -16 45
22 Huddersfield 43 9 17 17 47 70 -23 44
23 Sheff Wed 43 12 8 23 36 67 -31 44
24 Rotherham 43 4 11 28 32 85 -53 23
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner