Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. maí 2013 11:42
Fótbolti.net
Heimild: Vísir.is 
Dómararnir sjálfir semja um launin
„Ekki um kynjamisrétti að ræða"
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Um helgina hefur launamunur dómara í Pepsi-deild karla og Pepsi-deild kvenna verið til umræðu. Fótboltadómari sem dæmir í Pepsi-deild karla fær greiddar 39.450 krónur fyrir hvern leik innanbæjar en 15.400 krónur fyrir að dæma leik í Pepsi-deild kvenna. Um 156% mun er að ræða.

„Ég get ekki séð að það eigi að gera minni kröfu til dómara í karlaleikjum en kvennaleikjum. Leikirnir eru 90 mínútur hver, það eru jafnmargir leikmenn inni á vellinum og það á að miða við," sagði þingkonan Ragnheiður Elín Árnadóttir í útvarpsþættinum Ísland í bítið í morgun.

Þórir Hákonarson var í viðtali síðar í sama þætti og benti á að það séu dómararnir sjálfir sem semji um launin og meti erfiðleikastig hverrar deildar.

„Leikirnir í Pepsi-deild karla eru hraðari, það eru fleiri atvik sem geta orkað tvímælis og gerðar eru meiri kröfur til dómaranna af þeim sökum. Það er skoðun dómaranna sjálfra að það sé mun erfiðara að dæma leiki í efstu deild karla en öðrum deildum," segir Þórir.

Segir hann að ekki sé um kynjamisrétti að ræða enda gildi hið sama þegar leikur í Meistaradeild Evrópu sé borinn saman við neðrideildarleik í Noregi. Leikurinn sé hraðari, erfiðleikastigið hærra og launagreiðslur hærri eftir því.

Ýmsir aðilar sem hafa tjáð sig um þetta mál hafa haldið að um launamun kynjanna sér að ræða en svo er ekki. Undantekningalítið sinna karlmenn dómgæslu hvort sem er í Pepsi-deild karla eða kvenna.

Sjá einnig:
Þorkell Máni: Fáránlega ósanngjörn umræða
Athugasemdir
banner
banner
banner