Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 06. maí 2015 11:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 1. deild: 4. sæti
HK-ingar enduði í 6. sætinu í fyrra.
HK-ingar enduði í 6. sætinu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði tíu mörk í 1. deildinni í fyrra.
Guðmundur Atli Steinþórsson skoraði tíu mörk í 1. deildinni í fyrra.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Guðmundur Magnússon og Viktor Unnar Illugason sóknarmenn HK.
Guðmundur Magnússon og Viktor Unnar Illugason sóknarmenn HK.
Mynd: Heimasíða HK
Beitir Ólafsson markvörður og fyrirliði HK.
Beitir Ólafsson markvörður og fyrirliði HK.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. HK 161 stig
5. Þróttur 157 stig
6. Þór 151 stig
7. Fram 138 stig
8. Selfoss 106 stig
9. Haukar 82 stig
10. Fjarðabyggð 78 stig
11. BÍ/Bolungarvík 45 stig
12. Grótta 41 stig

4. HK
Lokastaða í fyrra: 3. sæti í 1. deild

HK blés á hrakspár í fyrra og endaði í 6. sæti í 1. deildinni eftir að hafa verið í toppbaráttu lengi vel. HK var spáð slöku gengi fyrir mót en liðið var aldrei í fallhættu og sigldi mjög lygnan sjó undir lokin.

Þjálfarinn: Þorvaldur Örlygsson er einn reyndasti þjálfarinn í 1. deildinni. Frá árinu 2000 hefur Þorvaldur þjálfað KA, Fjarðabyggð, Fram og ÍA en hann tók við HK haustið 2013 og náði fínum árangri með liðið í fyrra.

Styrkleikar: HK náði að halda nánast öllum leikmönnum frá því í fyrra og hægt er að byggja ofan á góðan árangur síðan þá. HK er með mjög skipulagt lið undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar og erfitt er að brjóta það á bak aftur. Guðmundur Atli Steinþórsson er einn allra besti leikmaðurinn í 1. deildinni en það var gífurlega sterkt hjá HK að ná að halda honum því mörg félög reyndu að krækja í hann í vetur.

Veikleikar: Breiddin var óvinur HK í fyrra og þó hún sé meiri í ár þá má ekki mikið út af bregða. HK gerði flest jafntefli allra liða í 1. deildinni í fyrra og liðið þarf að ná meira út úr jöfnum leikjum í sumar. Guðmundur Atli og Viktor Unnar skoruðu 56% allra marka hjá HK í fyrra og fleiri leikmenn þurfa að vera á skotskónum í sumar sérstaklega í ljósi þess að sá síðarnefndi er frá keppni vegna meiðsla og verður ekki með í byrjun móts.

Lykilmenn: Beitir Ólafsson, Guðmundur Atli Steinþórsson, Viktor Unnar Illugason.

Gaman að fylgjast með: Aron Þórður Albertsson spilaði talsvert á kantinum hjá Fram í Pepsi-deildinni í fyrra áður en Þorvaldur fékk hann til HK frá sínu gamla félagi. Aron Þórður hefur sýnt fína takta á undirbúningstímabilinu og þessi ungi og efnilegi leikmaður gæti náð að blómstra í sumar.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Aron Þórður Albertsson frá Fram
Ágúst Freyr Hallsson frá Víkingi
Einar Logi Einarsson frá ÍA
Guðmundur Þór Júlíusson frá Fjölni
Magnús Otti Benediktsson frá Fylki

Farnir:
Atli Valsson hættur
Axel Lárusson
Elmar Bragi Einarsson í Fjarðabyggð

Fyrstu leikir HK:
8. maí Grótta - HK
15. maí Selfoss - HK
23. maí HK - Þróttur
Athugasemdir
banner
banner