mið 06. maí 2015 07:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Mirror 
Danny Rose til Manchester City?
Danny Rose.
Danny Rose.
Mynd: Getty Images
Manchester City er að undirbúa 12 milljón punda tilboð í vinstri bakvörðinn Danny Rose, leikmann Tottenham.

Forráðamenn City sjá Rose sem mögulegan aðalbakvörð félagsins, en Aleksander Kolarov og Gael Clichy hafa ekki heillað þá á tímabilinu.

Fastlega er búist við því að Tottenham muni fara fram á meira en 12 milljónir fyrir Rose, en hann hefur verið til mála hjá Lundúnarfélaginu allt frá árinu 2007.

Fyrstu árin gekk honum erfiðlega að festa sig í sessi hjá félaginu og lék með hinum ýmsu félögum sem lánsmaður. Hann hefur hinsvegar sýnt miklar framfarir undanfarin ár og eignað sér vinstri bakvarðastöðuna á þessari leiktíð.

Rose er 24 ára gamall og á að baki 63 leiki í úrvalsdeildinni með Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner