Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 06. maí 2015 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: FIFA 
Enrique: Guardiola er besti þjálfari í heimi
Luis Enrique og Pep Guardiola voru einnig samherjar hjá spænska landsliðinu. Hérna er liðsmynd fyrir 3-1 sigur gegn Austurríki.
Luis Enrique og Pep Guardiola voru einnig samherjar hjá spænska landsliðinu. Hérna er liðsmynd fyrir 3-1 sigur gegn Austurríki.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, þjálfari Barcelona, sagði Pep Guardiola, þjálfara Bayern München, vera besta þjálfara heims fyrir leik Barcelona og Bayern sem er nýhafinn.

Pep stýrði Barcelona í fjögur ár og vann sex titla á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu. Pep var leikmaður Barcelona í ellefu ár og spilaði þar með Luis Enrique í fimm ár áður en hann gekk til liðs við Roberto Baggio og félaga í Brescia.

„Þetta er sérstakur dagur fyrir alla stuðningsmenn Barcelona," sagði Luis Enrique.

„Þetta er sérstakur leikur vegna þess að Pep stýrir Bayern og þetta er hans fyrsti leikur gegn sínu gamla félagi.

„Bayern er með sterkt lið sem reynir að vinna hverja einustu keppni og þeir eru með besta stjóra í heimi.

„Guardiola er bestur vegna þess að hann vinnur titla með því að spila sóknarsinnaða knattspyrnu, vegna þess að hann getur staðið sig vel í mismunandi löndum og vegna þess að hann er vinur minn, og vinir eru alltaf bestir."

Athugasemdir
banner
banner
banner