Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. maí 2015 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Telegraph 
Fabregas: Mourinho er besti stjóri sem ég hef spilað fyrir
Mynd: Getty Images
Francesc Fabregas, miðjumaður Chelsea, segir Jose Mourinho vera besta stjóra í heimi, eða telur hann í það minnsta vera besta stjóra sem hann hefur spilað fyrir.

Fabregas spilaði undir stjórn Arsene Wenger hjá Arsenal og spilaði þá einnig fyrir Pep Guardiola, Tito Vilanova og Gerardo Martino hjá Barcelona.

„Mourinho elskar að vinna. Ég er ekki að segja að hinir stjórarnir elski það ekki, en hann hefur eitthvað framyfir alla aðra stjóra sem ég hef spilað fyrir," sagði Fabregas.

„Hugarfarið á hverri einustu æfingu og í hverjum einasta leik fær mann til að skilja hvers vegna hann hefur unnið svona mikið á ferlinum. Hann er besti stjórinn og honum tekst alltaf að ná árangri. Hann kann að stýra liði og hann kann að fá það besta úr hverjum leikmanni og þess vegna unnum við deildina.

„Þessi titill er eitt af þrennu sem ég er stoltastur af á ferlinum. Þegar ég vann titilinn með Barcelona og við náðum 100 stigum í deildinni, það var stórkostlegt. Þá spilaði ég 36 leiki, núna spilaði ég 32 hjá Chelsea og það er mikilvægt að líða eins og maður sé mikilvægur."


Búist er við að Cesc taki við af Petr Cech sem varafyrirliði Chelsea og gaf hann liðsræðuna fyrir sigurinn gegn Crystal Palace sem tryggði Chelsea titilinn.

„Ég gaf ræðuna fyrir leikinn gegn Palace. Þetta var sérstök ræða en ég má ekki greina frá því sem ég sagði. Ræðan virkaði og auðvitað er ég ánægður."
Athugasemdir
banner
banner
banner