Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. maí 2015 16:30
Magnús Már Einarsson
Hlynur Örn í Tindastól (Staðfest)
Siggi Donna þjálfari Tindastóls.
Siggi Donna þjálfari Tindastóls.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Tindastóll hefur fengið markvörðinn Hlyn Örn Hlöðversson á láni frá Breiðabliki.

Hinn 19 ára gamli Hlynur hefur verið mjög óheppinn með meiðsli undanfarin ár en er nú óðum að ná fullum styrk.

Hlynur Örn hefur leikið 5 landsleiki með U-17 ára landsliði Íslands og 3 með U-19 ára. Sumarið 2013 spilaði hann flesta leiki Augnabliks í 3. deildinni.

,Ég bind vonir við Hlyn. Það er flottur strákur og ég reikna með að hann spili talsvert í sumar," sagði Sigurður Halldórsson þjálfari Tindastóls í samtali við Fótbolta.net á dögunum.

Tindastóli er spáð 8. sæti í 2. deildinni í sumar en liðið leikur við Leikni Fáskrúðsfjörð í fyrstu umferðinni á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner