Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 06. maí 2015 17:30
Magnús Már Einarsson
Ian Harte fer ekki í úrvalsdeildina með Bournemouth
Harte hefur leikið sinn síðasta leik með Bournemouth.
Harte hefur leikið sinn síðasta leik með Bournemouth.
Mynd: Getty Images
Bournemouth hefur ákveðið að endurnýja ekki samninga við sjö leikmenn sína.

Bournemouth er á leið í ensku úrvalsdeildina í fyrsta skipti en Eddie Howe stjóri liðsins hefur ákveðið að láta sjö leikmenn fara.

Um er að ræða Ian Harte, Josh McQuoid, Benji Buchel, Joe Partington, Mohamed Coulibaly, Miles Addison og Darryl Flahavan.

Harte er þekktastur af þessum leikmönnum en þessi 37 ára gamli Íri hefur skorað mikið af mörkum úr aukaspyrnum á ferli sínu.

Harte lék með Leeds í áraraðir en hann hefur einnig verið á mála hjá Levante á Spáni sem og Sunderland, Blackpool, Carlisle og Reading á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner