Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 06. maí 2015 21:38
Ívan Guðjón Baldursson
Mascherano: Messi ólýsanlega hæfileikaríkur
Messi og Mascherano eru góðir félagar.
Messi og Mascherano eru góðir félagar.
Mynd: Dirty Tackle
Javier Mascherano átti góðan leik gegn Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Eftir leik var hann tekinn í viðtal og hrósaði samherja sínum Lionel Messi í hástert, enda var Messi allt í öllu í leiknum þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp.

„Við erum með Messi þannig að við hljótum að byrja með forskot, ekki satt?" sagði Mascherano eftir leikinn.

„Þetta var mjög jafn leikur en við fengum bestu færin og unnum. Við spiluðum okkar leik og vitum að þetta verður erfitt í Þýskalandi þrátt fyrir að vera þremur mörkum yfir.

„Þegar lið pressa hátt og taka áhættur þá höfum við marga leikmenn sem geta refsað. Messi er leikmaður sem getur refsað enda ólýsanlega hæfileikaríkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner