mið 06. maí 2015 05:55
Daníel Freyr Jónsson
Meistaradeildin í dag - Guardiola mætir á Nývang
MSN sóknartríóið hefur verið óstöðvandi í vetur.
MSN sóknartríóið hefur verið óstöðvandi í vetur.
Mynd: Getty Images
Í kvöld fer fram síðari leikurinn í fyrri umferð undanúrslita Meistaradeildar Evrópu. Barcelona og FC Bayern mætast þar í sannkölluðum risaleik.

Pep Guardiola mætir þar með sína menn í Bayern á sinn gamla heimavöll, en hann stýrði Barcelona til sigurs í Meistaradeildinni í tvígang.

Barcelona hefur farið erfiða leið í undanúrslitin og slegið út hin moldríku lið Manchester City og PSG. Leið FC Bayern hefur verið auðveldari þar sem liðið skoraði samtals 14 mörk í fjórum leikjum sínum gegn Shakhtar Donetsk og Porto.

Liðin mætast síðan á Allianz Arena, heimavelli FC Bayern, í næstu viku.

Leikur kvöldsins:
18:45 Barcelona - FC Bayern (Stöð 2 Sport
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner