Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 06. maí 2015 12:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin: Guardiola tapar á Nývangi
Guardiola mætir á Nou Camp á nýjan leik.
Guardiola mætir á Nou Camp á nýjan leik.
Mynd: Getty Images
Kristján Guðmundsson var sá eini sem var með rétt tákn í leik Juventus og Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en hann spáði Juve 1-0 sigri.

Í kvöld mætast Barcelona og FC Bayern á Nou Camp og spá séfræðinganna er klár hér fyrir neðan.

Hjörtur Hjartarson:

Barcelona 3 - 1 Bayern München
Það er freistandi að ætla að Guardiola muni kortleggja Barcelona og þannig slá þeim við og vinna leikinn. En með mjög laskað lið sem hefur haltrað undanfarnar vikur mun það eitt og sér ekki duga til. Börsungar eru á fullu stími og vinna þennan leik..

Kristján Guðmundsson:

Barcelona 3 - 1 Bayern München
Barcelona eru óstöðvandi þessa dagana á meðan Bayern vélin hefur hikstað. Guardiola þekkir leikmenn Barca vel en Enrique hefur gert afar góða hluti með Barca á sínu fyrsta tímabili og sóknar tríó þeirra virðist óstöðvandi.

Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson:

Barcelona 2 - 0 Bayern München
Guardiola segir að Messi sé óstöðvandi en hann mun ná að halda Argentínumanninum eins vel niðri og hægt er. Meiðsli Bayern eru of stór biti og gæðin eru of mikil hjá Börsungum. Luis Suarez skorar tvö mörk og kemur Barcelona hálfa leið í úrslitaleikinn.

Staðan (3 stig fyrir rétt skor - 1 stig fyrir rétt tákn)
Hjörtur Hjartarson - 23
Kristján Guðmundsson - 17
Fótbolti.net - 15
Athugasemdir
banner
banner
banner