Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 06. maí 2015 08:00
Daníel Freyr Jónsson
Messi: Er ekki í neinum samskiptum við Guardiola
Messi og Guardiola.
Messi og Guardiola.
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segist eiga í engum samskiptum við sinn gamla stjóra Pep Guardiola lengur.

Guardiola stýrði Barcelona á árunum 2008 til 2012 og var Messi besti leikmaður liðsins sem vann ótrúlegan fjölda af titlum.

Guardiola lét síðan af störfum og segir Messi að þó að samband þeirra hafi verið frábært sé það ekki til staðar í dag.

Við áttum frábæra tíma saman með Pep hérna. Við unnum fjöldan allan af titlum og ég bætti mig mikið. Þetta var á tími sem ég bætti mig mest," sagði Messi.

Við áttum í frábæru sambandi. Eftir að hann fór höfum við varla séð hvorn annan, fyrir utan FIFA viðburði, en þar fyrir utan höfum við ekki viðhaldið sambandinu."

Við áttum í góðu sambandi en viðhöldum því ekki lengur."

Guardiola stýrir FC Bayern gegn sínu gamla félagi Barcelona í kvöld þegar liðin mætast á Nývangi í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir
banner
banner
banner