Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. maí 2015 11:06
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Selfoss 
Sindri Pálma og Ragnar Þór í Selfoss (Staðfest)
Ragnar Þór Gunnarsson.
Ragnar Þór Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfoss hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í 1. deildinni í sumar en Sindri Pálmason og Ragnar Þór Gunnarsson hafa gengið til liðs við félagið.

Sindri er 19 ára gamall miðjumaður en hann fór frá Selfossi til Esbjerg í Danmörku í byrjun árs 2014.

Sindri sá ekki fram á að fá tækifæri með aðalliðinu hjá Esbjerg og því hefur hann gengið í raðir Selfoss á nýjan leik.

Þá hefur Selfoss fengið framherjann Ragnar Þór Gunnarsson í sínar raðir frá Val. Ragnar lék 9 leiki sem lánsmaður með Selfyssingum síðari hluta tímabilsins í fyrra og skoraði eitt mark. Hann á að baki sjö leiki og eitt mark í Pepsi-deild og Borgunarbikar með Val.

Fyrr í vikunni kom úkraínski framherjinn Denis Sytnik til Selfyssinga en þeir mæta BÍ/Bolungarvík í fyrstu umfeðrinni í 1. deildinni á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner